Fagleg ráðgjöf á fjórum aðalsviðum.

ProControl býður faglega ráðgjöf á fjórum aðalsviðum fyrir félög og fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög, félagasamtök sem og einstaklinga.

Námskeið í hæsta gæðaflokki

ProControl býður námskeið í hæsta gæðaflokki og hefur það eitt markmið að efla menntun og þekkingu þeirra sem sækja námskeiðin. Eflaust eru þessi námskeið ekki þau ódýrustu á markaðinum, en það er ekki markmiðið. Raunveruleg menntun, sérþekking og sérhæfing verður ekki áunnin með stærðarhagkvæmni, því ódýrt jafngildir ekki hagkvæmni eða skilvirkni, þegar til lengri tíma er litið.

Komum í fyrirtæki og stofnanir og höldum námskeið og/eða fyrirlestra um ákveiðin viðfangsefni, þar sem þess er óskað. Þessum námskeiðum er fylgt eftir með sérstakri og persónulegri eftirfylgni.

ÞJÓNUSTA

Hagvernd

Hagvernd er sérhæfð aðlöguð þjónusta þar sem eftirfylgni er nauðsynlegur hluti að almennu rekstrarumhverfi og/eða stöðug upplýsingargjöf. Hagvernd gætir hagsmuna þinna gagnvart þriðja aðila og getur þannig komið í veg fyrir óþarfa kostnað. Hagvernd er nauðsynleg í síbreytilegu viðskiptaumhverfi.

Menntun

Menntun er þjónusta á sviði símenntunar, endurmenntunar og námskeiðahalds. Almenn námskeið, fag- og sérhæfð námskeið. Bjóðum einnig ráðgjöf við úttektir á menntun, fagþekkingu, sérhæfingu sem nauðsynleg er. Rétt samsetning fagþekkingar og sérhæfingar skilar bestum árangri sem skapar samkeppnisforskot.

Reikningsskil

Sérhæfð og fagleg ráðgjöf um gerð og framsetningu reikningsskila m.t.t. alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS). Greiningar, úttektir og álit á reikningsskilum skv. IFRS.  og/eða íslenskum lögum. Sérhæfð og aðlöguð reikningsskila námskeið. Bjóðum stofnunum ráðgjöf sem fylgja IPSAS stöðlunum við gerð og framsetningu. Reikningsskilaúttektir og -álit.

Endurskoðun

Sérhæfð ráðgjöf á sviði innra eftirlits, innri endurskoðunar. Gerð, álit eða úttekt á útboðum er tengjast ytri endurskoðunar. Hlutverk og verkefni  endurskoðunarnefnda. Gerð verklagsregla, handbóka, samskipta- og umræðuatriða. Sérhönnuð námskeið og úttektir á fag- og sérþekkingu, td. vegna eininga tengdum almannahagsmunum.

Button