Almenn námskeið

ProControl hefur haldið almenn námskeið til fjölda ára. Almennu námskeiðin eru ætluð þeim sem hafa áhuga á viðkomandi efni og/eða vilja kynna sér undirstöðuatriði í hverjum efnisflokki fyrir sig. Almennu námskeiðin er ekki eingöngu fyrir byrjendur heldur einnig þá sem eru lengra komnir og vilja viðhalda þekkingu og menntun.

1. Sjóðstreymi.

Í námskeiðinu verður farið í uppbyggingu á sjóðstreymi miðað við beinu og óbeinu aðferðina. Farið verður í útreikninga á sjóðstreymi og skoðuð verða raundæmi á uppbyggingu á sjóðstreymi. Einnig verða frávik frá þessum tveimur aðalflokkum sjóðstreyma skoðuð og útskýrð. Farið verður í og útskýrt hvað eru rekstrarhreyfingar, fjárfestingahreyfingar, fjármögnunarhreyfingar og breyting á handbæru fé. Að lokum verður rekstrarhringrásin tekin með í dæmið þegar sjóðstreymi félags er metið.  Unnið verður með excel skjal.

Markmið: Auka þekkingu og skilning á uppbyggingu og túlkun á sjóðstreymis.

2. Greining ársreikninga með kennitölum.

Í námskeiðinu verður farið í helstu kennitölur sem notaðar eru grunn greiningu á ársreikningum. Farið verður í fimm helstu flokka kennitalna og helstu kennitölur í hverjum flokki skoðaðar, reiknaðar og túlkaðar. Tenging kennitalna við rekstrar- og efnahagsreikning er útskýrð m.a. hvort þær séu vogaðar og óvogaðar kennitölur. Kostir og gallar kennitalna geta birst á marga vegu, eftir því hvaða kennitala er um að ræða, þessi atriði vera rædd og útskýrð. Unnið verður með excel skjal.

Markmið: Auka þekkingu og skilning á lestri og greiningu ársreikninga.

3. Grunnforsendur í virðismati.

Í námskeiðinu er farið í mest notuðu virðismatsaðferð vegna virðismats rekstrar og/eða hlutabréfa, frjálst sjóðstreymi. Rætt er aðeins um hvað er „virði“ og hvernig það myndast og útskýrt hvað er “frjálst sjóðstreymi”. Farið verður í og útskýrðar þær grunnforsendur sem notaðar eru við virðismat þegar sjóðstreymislíkan er notað, t.d. áhættulausir vextir, ávöxtunarkrafa, afvöxtunarstuðull, vöxtur, núvirðing o. fl. Einnig verður m.a. rætt um vogað virði, óvogað virði, á fyrirtæki og/eða rekstri. Unnið verður með excel skjal.

Markmið: Auka þekkingu og skilning á uppbyggingu frjáls sjóðstreymis vegna virðismats.

 4. Rekstrarkostnaður.

Í námskeiðinu verður farið í hugtakaheim kostnaðar, t.d. fastur kostnaður, breytilegur kostnaður o.fl. og kostnaðurinn útskýrður m.t.t. rekatrar. Skoðað verður hvernig kostnaður breytist miðað við mismunandi forsendur og tekin verða dæmi um það hvernig kostnaður breytist við framleiðsluaukningu, söluaukningu, birgðaaukningu, o.fl. Skoðuð verða í þessum tilgangi m.a. hugtökin rekstrarvogun, framlegð, rekstrarhagnaður, núllpunktur o.fl. Unnið verður með excel skjal.

Markmið: Auka þekkingu og skilning á uppbyggingu og túlkun kostnaðarhugtaka og breytingu á kostnaðarmynstri í rekstri.

5. Frávikagreining.

Í námskeiðinu verða gerð skil á því hvað er frávikagreining. Farið verður í grunnþætti frávikagreiningar vegna  kostnaðarsamsetningar annars vegar og tekjusamsetningar hins vegar. Óbeinn framleiðslukostnaður verður reiknaður, annars vegar miðað við hefðbundinn kostnaðar-útreikning og hins vegar miðað við útreikning skv. frávikagreiningu. Niðurstöðurnar eru síðan bornar saman, greindar og útskýrðar. Unnið með excel skjal.

Markmið: Auka þekkingu og skilning á forsendum við útreikning vegna frávikagreiningar.

6. Kostnaðarúthlutun.

Í námskeiðinu veður farið í nokkrar helstu aðferðirnar við úthlutun á sameiginlegum kostnaði yfir á framleiðsludeildir eða kjarnadeildir. Reiknuð verða nokkur dæmi, og þau útskýrð, með gefnum kostnaðarforsendum, t.d. úthlutun á kostnaði vegna tölvudeilda, sameiginlegum þjónustukostnaði, óbeinum framleiðslukostnað. Unnið með excel skjal. Einnig verður m.a. skoða og útskýrt hvað er t.d. bein úthlutun, 2ja þrepa úthlutun, gagnkvæm úthlutun.

Markmið: Auka þekkingu og skilning á forsendum við útreikning vegna kostnaðarúthlutunar.

 7. Innra eftirlit.

Í námskeiðinu verður fjallað um grunnatriði í innra eftirlit og tilgang þess í fyrirtækjum. Í grunninn verður notað skilgreiningin frá COSO, þ.e. COSO teninginn. Skoðað er hvað er á bakvið hvert hugtakt og hvernig það snertir og tengist rekstri í viðkomandi fyrirtæki, miðað við starfsemi og uppbyggingu.

Markmið: Auka þekkingu og skilning á uppbyggingu innra eftirlits skv. COSO teningi.

8. Gerð rekstar- og fjárhagsáætlana.

Í námskeiðinu verður farið í hvernig skuli staðið að uppbyggingu á heildarfjárhagsáætlun. Farið verður m.a. í söluáætlun m.t.t. magns og verðs, framleiðsluáætlun m.t.t. kostnaðar og tíma, innkaupaáætlun m.t.t. framleiðslumagns, birgða áætlun o.fl. Allar þessar áætlanir eru settar saman í eina heildaráætlun og skoðað hvernig þær tengjast innbyrðis.

Markmið: Auka þekkingu og skilning á uppbyggingu rekstrar- og fjárhagsáætlana og samverkan þeirra.

Öll ofangreind námskeið eru í flokknum um grunnnámskeið þar sem lögð er áhersla á að þátttakendur auki þekkingu og skilning sinn á þeim grundvallar atriðum sem hvert og eitt námskeið fjallar um. Námskeiðin henta einnig mjög vel til upprifjunar á einstökum efnisþáttum.

Lágmarksfjöldi í hvert námskeið eru 10 þátttakendur.

Ef bókað er í tvö námskeið og þau haldin, þá er þriðja námskeiðið frítt.

Vinsamlegast hafið samband við undirritaðan í síma 853-7575 eða á netfangið procontrol@procontrol.is. til að fá nánari upplýsingar.