Stjórnarseta

ProControl býður óháða fagþjóustu til stjórnarmanna í stjórnum félaga og stofnana með það að markmiði að styrkja viðkomandi stjórnarmann í sinni stöðu sem stjórnarmaður. Í dag er mjög rík skylda og ábyrgð sem fylgir öllum stjórnarstörfum og hæfni stjórnarmanna til þess að takast á við viðfangsefni dagsins er mjög mikil. Þekking stjórnarmanna verður því að vera mjög breið því að viðfangsefni stjórnar spanna vítt svið.

Stjórnarstarf er eitt veigamesta starf í hvaða fyrirtæki og stofnum sem er. Löggjafarvaldið hefur m.a. lagt mikla áherslu á þetta atriði með því m.a. að innleiða hugtakið “eining tengd almannahagsmunum” (lög nr 79/2008). Mikil ábyrgð fylgir stjórnarstörfum og eiga stjórnarmenn m.a. að hafa eftirlit með, bera ábyrgð á og sjá til þess að hlutir séu framkvæmdir,  m.a. með stefnumarkmiði, gerð ársreikninga, virkni innra eftirlits, skipan endurskoðunarnefndar, eftirfylgni skýrslna o.fl.

Íslenska fyrirkomulagið er “one-tier-board” sem má þýða sem “einnar-þrepa-stjórn”. Þetta þýðir að stjórn hefur bæði framkvæmda- og eftirlitshlutverk. Með framkvæmdahlutverk er m.a. átt við að viðhalda og efla rekstrarhæfi einingarinnar. Með eftirlitshlutverki er m.a. átt við að sjá til þess að innra eftirlit virki, gæta hagsmuna hluthafa o.fl. Tveggja-þrepa-stjórn eða “Two-tier-board” sem er þekkt í Þýskalandi, Frakklandi og fleiri löndum, þá er hlutverk stjórnarmanna skipt í megin reglu eftir framkvæmdahlutverki (management board) og eftirfylgnishlutverki (supervisoary board). Verið velkomin að leita frekari upplýsinga.

ProControl veitir þá einstöku þjónustu, að aðstoða stjórnarmenn við störf sín, m.a. þegar kemur að lestri ársreikninga og endurskoðun þeirra, gefa álit og veita umsögn um endurskoðunarskýrslur, hvort sem um innri eða ytri endurskoðun sé að ræða. Einnig að veita aðstoð og álit um einstök atriði varðandi rekstur, fjármál, reikningsskil, endurskoðun, o.fl. með ráðlegginu um hvaða atriði ætti að spyrja um eða óska eftir skýringum á eða ræða um forsendur fyrir ákveðnum niðurstöðum.

ProControl aðstoðar stjórnir við að leggja mat á þá breidd og dýpt þeirra þekkingar sem stjórnarmenn hafa, og þar með stjórn í held sinni, og koma með álit því tengdu. Nauðsynlegt er að stjórn hafi yfir að ráð nægilegri þekkingu til þess að takast á við þau viðfangsefni sem stjórn er ætlað að sjá um og framkæma sem og hafa eftirlit með.

ProControl tekur að sér að sitja í nefndum og ráðum á vegum fyrirtækja og stofnana, t.d. stjórn eða endurskoðunarnefnd viðkomandi einingar. Fellur þessi þjónusta undirHagverndar þjónustu okkar, sem er sérhæfð fagþjónusta til þriðja aðila í trúnaðarverkefnum sem og þjónusta í kringum stjórnarsetu.

Velkomin að hafa samband og fá nánari upplýsingar, netfang   procontrol@procontrol.is  eða í síma 853-7575