Hér má sjá helstu þjónustuliði ProControl.
Hagvernd
Hagvernd er sérhæfð aðlöguð þjónusta þar sem eftirfylgni er nauðsynlegur hluti að almennu rekstrarumhverfi og/eða stöðug upplýsingargjöf. Hagvernd gætir hagsmuna þinna gagnvart þriðja aðila og getur þannig komið í veg fyrir óþarfa kostnað. Hagvernd er nauðsynleg í síbreytilegu viðskiptaumhverfi.
Menntun
Menntun er þjónusta á sviði símenntunar, endurmenntunar og námskeiðahalds. Almenn námskeið, fag- og sérhæfð námskeið. Bjóðum einnig ráðgjöf við úttektir á menntun, fagþekkingu, sérhæfingu sem nauðsynleg er. Rétt samsetning fagþekkingar og sérhæfingar skilar bestum árangri sem skapar samkeppnisforskot.
Reikningsskil
Sérhæfð og fagleg ráðgjöf um gerð og framsetningu reikningsskila m.t.t. alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS). Greiningar, úttektir og álit á reikningsskilum skv. IFRS. og/eða íslenskum lögum. Sérhæfð og aðlöguð reikningsskila námskeið. Bjóðum stofnunum ráðgjöf sem fylgja IPSAS stöðlunum við gerð og framsetningu. Reikningsskilaúttektir og -álit.
Endurskoðunarnefndir
Sérhæfð ráðgjöf á sviði innra eftirlits, innri endurskoðunar, m.a. hlutverk og verkefni endurskoðunarnefnda. Gerð verklagsregla, handbóka, samskipta- og umræðuatriða. Sérhönnuð námskeið og úttektir á fag- og sérþekkingu, t.d. vegna eininga tengdum almannahagsmunum vegna endurskoðunar-nefnda.
Kostnaðarstjórnun og -stýring
Sérhæfð þjónusta við ráðgjöf, innleiðingu og úttekt á kostnaðarstjórnun og -stýringu sem og frávikagreiningu. Er fjárfestingin hagkvæm og skilvirk? Gerum úttektir. Gæði hagnaður felst í skilvirkri kostnaðarstjórnun og forsenda þess er kostnaðarvitund.
Gangvirði (Fair value)
Sérhæfð þjónusta vegna gangvirðis-útreikninga. Gangvirði er orðinn mikilvægur hluti af reikningsskilum m.t.t. IFRS. Forsendur við gagnvirðisútreikninga eru mikilvægustu atriðin svo að rétt niðurstaða fáist. Virðismat fellur einnig undir þessa þjónustu hér, t.d. hlutabréf eða rekstur.
Stjórnunar- og eftirlitskerfi
Fagleg þjónusta t.d. vegna innleiðingar og/eða úttektar á verkferlum og/eða virkni stjórnunar- og eftirlitskerfa (management control systems, MCS). MCS-kerfið er eitt af mikilvægastustu kerfunum við daglegan rekstur, því samhæfðir verkferlar eru grunneiningar fyrir áframhaldandi rekstur.
Rauntíma eftirfylgni
Rauntíma eftirfygni á sviði upplýsinga, kostnaðar, árangurs, menntunar, fagþekkingar, laga og reglna ofl. Með rauntíma eftirfylgni er aukast forsendur þess að ná betri árangri, auka virkni og skapa fagmennsku í margþættu og síbreytilegu viðskipta- og rekstrarumhverfi. Rauntíma þekking skilar forskoti.
Bókhaldsþjónusta
Veitum alhliða bókhaldsþjónustu. Sérstök áhersla er lögð á það að fyrirtæki geti notað kostnarupplýsingar beint úr bókhaldskerfi með nýrri fjarskiptalausn. Veitum einnig rekstrarráðgjöf/ábendingar þegar bókhald liggur fyrir um hvað ætti að skoða í rekstri.