Námskeiðin – lesa fyrst

ProControl býður námskeið í hæsta gæðaflokki og hefur það eitt markmið að efla menntun og þekkingu þeirra sem sækja námskeiðin. Eflaust eru þessi námskeið ekki þau ódýrustu á markaðinum, en það er ekki markmiðið. Raunveruleg menntun, sérþekking og sérhæfing verður ekki áunnin með stærðarhagkvæmni, því ódýrt jafngildir ekki hagkvæmni eða skilvirkni, þegar til lengri tíma er litið. Komum í fyrirtæki og stofnanir og höldum námskeið og/eða fyrirlestra um ákveiðin viðfangsefni, þar sem þess er óskað. Þessum námskeiðum er fylgt eftir með sérstakri og persónulegri eftirfylgni.

ProControl er með þrjá mismunandi flokka af námskeiðum, almenn námskeið og sérhæf- og fagnámskeið. Námskeiðin eru þar af leiðandi gerð fyrir ólíka markhópa, sem hver og einn hefur mismunandi menntun, þekkingu og reynslu á sínu sviði. Ekki er raunhæft að mjög ólíkir hópar sæki sama námskeið, því það leiðir til ómarkvissra samskipta innan viðkomandi námskeiðis. Þess vega er námskeiðunum skipt í mismunandi flokka.

Almennu námskeiðin eru mjög vel til þess fallin að viðtakandinn fái almennan og breiðan skilning á viðfangsefni þess. Námskeiðin er mjög góður gunnur, þ.e. grunnnámskeið, til þess að auka m.a. skilning á sérsviðum innan reikningsskila, endurskoðunar, reksturs og fjármála fyrirtækja. Einnig eru í boði framhaldsnámskeið þar sem farið er nákvæmar og meiri sérhæfing í viðkomandi námskeiði.

Sérhæfu námskeiðin eru gerð og aðlöguð að ákveðnu fyrirtæki/félagi/stofnun, hverju sinni, m.t.t. þess viðskiptaumhverfis sem er til staðar. Þetta er gert í þeim tilgangi að sú menntun og þekking sem starfsmenn fá nýstist sem allra best í starfi. Námskeiðið er sniðið að þörfum viðskiptavinarins. Með þessari aðferðarfræði þá kemst menntun og þekking mun betur til skila, sem einnig eflir mannauð og leiðir viðkomandi til að ná betri árangi í starfi, og það má leiða að því í framhaldinu þá eykst rekstrar- og fjárhagsárangur félagsins. Sérhæfu námskeiðin geta bæði haft starfsfólk sem útgangspunkt og/eða ákveðið viðfangsefni/markmið. Þessum námskeiðum er fylgt eftir með ákveðinn endurgjöf, sem er nýjung.

Fagnámskeið er ætluð þeim sem atvinnu sinnar vegna þurfa t.d. á símenntun á að halda og/eða meiri sérhæfingu á ákveðnu sviði. Í fagnámskeiðunum er gert ráð fyrir því að menntun og góð þekking sé til staðar á viðkomandi sviði og að ekki sé fjallað mikið um grunnatriði. Þessi námskeið eru ætluð fagfólki, t.d. löggildum endurskoðendum, innri endurskoðendum, lögmönnum, lögfræðingum, sérhæfðu starfsfólki, sérfræðingum. Þessum námskeiðum er fylgt eftir með ákveðinn endurgjöf.

Verið velkomin að hafa samband og fá frekari upplýsingar um námskeiðin, netfag [email protected]   eða í síma 853-5757