Námskeið

Kostnaðar- og rekstrarlæsi

Procontrol ehf. býður hér þrjú sjálfstæð fagnámskeið er mynda ákveðna heild er tengjast m.a. kostnaðarvitund, kostnaðaruppbyggingu, kostnaðarstjórnun. Markmið námskeiðanna er auka kostnaðar- og rekstrarlæsi þátttakenda. Að auka skilning og þekkingu starfsmanna á eðli rekstrarkostnaðar og útreikningum er varðar kostnaðarstjórnun, leggur grunn að betri ákvörðunartöku. Mikilvægi þess að útreikningar séu rétt ígrundaðir er mjög mikið þar sem efnahagslegar ákvarðanir eru oftar en ekki teknar út frá þessum útreikningum og frammistöðumælikvörðunum. Ígrundaðar forsendur eykur gæði útreikninganna og þar með notagildi.

Í námskeiðunum verður farið út fyrir þægindarammann og spurningar spurðar sem yfirleitt komast ekki á dagskrá. Rekstrarlegu dagsverkin fylla út allan tíma, meira eða minna. Þægindaramminn viðheldur oft óbreyttu ástandi, hugarfari og þekking, m.ö.o. hleypur ekki nýrri eða annarri hugsun að eða þekkingu. Umræða og skoðanaskipti er því lykilatriði í fagnámskeiðum þannig að ný sýn og viðhorf eigi sér grunnflöt.

Námskeiðin þrjú eru;

  1. Kostnaðarvitund (Cost-Knowledge)
  2. Veikleikar við kostnaðarstjórnun (Weakness in Cost-Management)
  3. Frammistöðumælikvarðar (KPI) og raunstaða rekstrar.

1) Kostnaðarvitund Áherslan í námskeiðinu að auka þekkingu og skilning á kostnaði í rekstarumhverfinu. Í þeim tilgangi verður m.a. rætt um hugtökin stjórnunarlegur ákvörðunarréttur og rekstarhæfi. Þessi tvö hugtök hafa mikla þýðingu fyrir kostnaðarmyndun í rekstri. Samhliða rekstri er aðhald nauðsynlegt, rætt verður um mikilvægi þess að eftirlitsferlar virki og hvenær vitum við að þeir vikra og hver er tenging kostnaðar við E-in þrjú? Er hægt að hafa sömu kostnaðarskiptinguna við áætlanagerð, greiningu og við ákvörðunartöku? Skiptir form  og notagildi kostnaðar engu máli í rekstri eða við ákvörðunartöku eða árangursmælinar? Þegar kostnaður er mældur, hvað er mælt? Er allur kostnaður mældur, eða bara sjáanlegur kostnaður, hvort sem um árangurmælingu er að ræða eða bara einfaldlega að mæla hvað hlutirnir kosta?

2) Veikleikar við kostnaðarstjórnun í þessu námskeiði er grafið dýpra í kostnaðarvitund og það tengt meira stjórnun og ákvörðunartöku. Í hugvísindum eru skilningur á forsendum afgerandi þáttur, vegna þess að niðurstöður byggjast á þeim forsendum er notaðar eru. Mikilvægt er því að skilja áhrif eða áhrifaleysi forsenda miðað við gefið módel. Í námskeiðinu er áhersla lögð á að ræða ýmsar forsendur sem notaðar eru almennt við kostnaðarstjórnun, skilgreina þær og túlka, t.d. teljari og nefnari í kennitölum. Mismunandi eiginleiki kennitalna fer t.d. eftir því hvort um sé að ræða „stöðu“ eða „flæði“ fjármagn, heildar notkunar kostnaður. Geta verið tvær „réttar“ niðurstöður í sama viðfangsefninu? Hvernig myndast ekki virðisaukandi kostnaður í rekstri? Úthlutun kostnaðar, einfald en flókið o.fl.

Áherslan í námskeiðinu er að tengja saman forsendur við kostnaðarstjórnun, stjórnunarlegan ákvörðunarrétt stjórnenda, sem og rekstarhæfi og kostnaðaruppbyggingu. Veikleikar við kostnaðarstjórnun er mest á 2. stig er varðar nálgun á viðfangsefni. Námskeiðinu er ætlað að vekja til umhugsunar, hjá stjórnendum, hvaða gögn, upplýsingar og aðrar forsendur þeir fá, eða ættu að fá, sem forsendur að ákvörðun og þar af leiðandi kostnaðarmyndunar, sbr. stjórnunarlegur ákvörðunarréttur.  

3) KPI (Key Performance Indicators) og raunstaða rekstrar, í námskeiðinu er grafið dýpra á bakvið gerð og samsetningu á frammistöðumælikvörðum. Fjallað verður um þá þekkingu sem æskilegt er að hafa þegar frammistöðumælikvarðar eru gerðir. Gerð þeirra verður ekki betri en sú þekking og skilningur er m.a. á kostnaðarhegðun og umhverfi rekstar. Rekstrarumhverfi fyrirtækja hefur breyst mjög mikið síðasta áratuginn og hefðbundnir ákveðnir fyrirfram mælikvarðar nýtast ekki lengur vel, og eru jafnvel skaðlegir til að upplýsa um rekstrarhæfi félagsins í hinu nýja viðskiptaumhverfi. Annað dæmi er vert að nefna, eru víddirnar (Span) er snerta kostnað, aðgerðir og framvæmd í rekstri. Í námskeiðinu verða ákveðin atriði skoðuð og skilgreind þegar kemur að frammistöðumælikvörðum (KPI) í þeim tilgangi að skilja kosti og galla þeirra. Kennitölur sem mikið eru notaðar sem frammistöðumælikvarðar (KPI) verða m.a. skilgreindar og flokkaðar miðað við forspágildi.

Áhersla verður lögð á að auka þekkingu og skilning á frammistöðumæli-kvörðum (KPI´s) kostum og göllum þeirra, sem og kennitölum sem oftar en ekki eru notaðar í þessa mælikvaða. Markmiðið er að efla skilning á frammistöðumælikvörðum og þar af leiðandi að bæta grunn við rekstrarákvarðanir og að framfylgja stefnumarkmið félagsins.

Gert er ráð fyrir því að námskeiðin taki um þrjár til fjórar klst. hvert um sig, með fyrirlestri og umræðum. Þar sem um sérhæfð fagnámskeið er að ræða þá er ákveðin eftirfylgni með námskeiðunum á þann hátt að fyrirlesari hittir þátttakendur aftur að loknu námskeiði, ca. tveimur vikum seinna. Sá fundur er sérstaklega settur m.a. til þess að þátttakendur hafi möguleika að spyrja út í efnið eftir að hafa tengt það vinnuaðstæðum og einnig að ræða um spurningar sem hafa vaknað eftir námskeiðin. Með þessu móti er verið að tryggja að sem mest og best þekking flytjist til þátttakenda og þar af leiðandi ætti efni fyrirlestranna að nýtast sem allra best í starfsumhverfinu í framtíðinni.

Vinsamlegast hafið samband við undirritaðan í síma 853-7575 eða á netfangið [email protected].

Virðingarfyllst,

Einar Guðbjartsson,