Endurskoðunarnefndir

Endurskoðunarnefndir eru einu undirnefndir stjórna fyrirtækja sem eru lögskipaðar og hafa lögskipað hlutverk, sbr. lög um ársreikninga og endurskoðendur.

ProControl býður óháð þjónustu fyrir nefndarmenn í endurskoðunarnefndum varðandi þau verkefni endurskoðunarnefnda, til þess að uppfylla hlutverk sitt skv. lögum. Eitt megin hlutverk endurskoðunarnefndar er að auka áreiðanleika, gegnsæi og skiljanleika reikningsskila fyrir þriðja aðila.

Þjónustan getur verið m.a. í formi námskeiðahalds, gerð atriðalista fyrir ákveðin verkefni, gerð erindisbréfar, gerð handbókar eða gerð verkferla fyrir nefndarmenn. Í lögum um ársreikninga er upptalið þau lágmarksverkefni er endurskoðunarnefnd skal framkvæma og þau eru;

108. gr. b. Endurskoðunarnefnd skal meðal annars hafa eftirfarandi hlutverk án tillits til ábyrgðar stjórnar, stjórnenda eða annarra á þessu sviði:

1. Eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila.
2. Eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits einingarinnar, innri endurskoðun, ef við á, og áhættustýringu.
3. Eftirlit með endurskoðun ársreiknings og samstæðureiknings einingarinnar.
4. Mat á óhæði endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis og eftirlit með öðrum störfum endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis.
5. Setja fram tillögu til stjórnar um val á endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki.

ProControl tekur einnig að sér sæti í endurskoðunarnefnd og þá sem sérfræðingur í reikningsskilum og endurskoðun.

Velkomin að hafa samband í síma 853-7575 eða með rafpósti   [email protected]  til að fá frekari upplýsingar.